Rasismi
5.11.2006 | 21:41
Nokkrar umræður hafa verið um þjóðernismál undanfarið m.a.vegna aukins fjölda erlendra starfsmanna,sem að vinna hér tímabundið við ýmiskonar störf einnig innflytjendur frá ýmsum löndum,sem ýmist erum orðnir ísl.ríkisborgarar eða hafa hér dvalarleyfi.
Alls munu hér um að ræða tugþúsindir manna og ætla má að þeim fjölgi ört á komandi árum ef viðverandi atvinnuástand helst óbreytt.
Hér er um mjög viðkvæm - og vandmeðfarin mál að ræða einkanlega þegar smáþjóð á hlut að máli.Þjóðernislegur metnaður Íslendinga er mikill,við erum stoltir af sögu og þjóðerni okkar um aldaraðir,stoltir af eigin tungumáli,menningu,vísindum og framþóun.Sé visað til frásagnar Jóns J.Aðils (íslenskt þjóðerni).Þar er m.a.rætt um að Ísl.séu af tveim kynþáttum,Keltum sem bjuggu yfir andlegu fjöri, hugviti og snilld og hins vegar djúpskyggni,staðfestu og viljaþreki norrænna manna,sem fæddi af sér þjóðlíf,sem varla átti sinn líkan í sögunni.Þeir sem bera svo ríkar þjóðerniskenndir vilja varðveita séreinkenni þjóðarinnar og telja jafnframt að þúsundir erlendra innflytjenda á hverju ári af ólíkum þjóðernum myndu umbreyta í tímans rás okkar þjóðfélagi.Talsmönnum þessa sjónarmiða virðist fjölga og hinir þöglu jábræður þeirra býða færis.
Enn eru hin þjóðernislegu gildi,sem við vorum alin upp við á undanhaldi eða að breytast í hinum tæknivædda heimi?Tölvutæknin leidd af ungu vel menntuðu fólki nær til alls heimsins.Nú geta menn lesið á netinu allt milli himins og jarðar,kynnst menningu, listum,vísindum, atvinnuháttum,lífsafkomu o.fl.fjarlægðra þjóða..Ætti ekki þessi alþjóðlegi þekkingabrunnur á heimsmyndinni að geta m.a. dregið úr rasisma og stuðlað að betra sambýli ólíkra þjóðerna.?Skilyrði friðar, kærleika og umburðarlyndis á sinn kristilega farveg,þar sem illvilja og heiftúð er hægt að breyta í víðtæka mannúð.
Þar er aflgjafinn til að umskapa frið og eyða ósætti og hatri.
Innflytjendur.
Ólík menning og trúarbrögð tugþúsunda innflytjenda til Íslands munu alltaf skarast við menningu og hefðir okkar,enda trúlega ekki ætlun neins að innflytendur verði að afneita mikilsvægum lífsgildum fyrir að gerast ísl.ríkisborgarar.Rasistar hafa náð fótfestu í öllum vestrænum ríkjum.enda auðvelt að kynda undir þjóðernistilfinningum eins og sagan kennir okkur.Þó svo að hvert sjálfstætt ríki sé skilgreint eign þjóðar sinnar,er heimurinn sameign allra jarðarbúa.Landamæri skilja aðeins að lönd en ekki fólk.Það þarf að rækta góðvilja og mannúð við innflytjendur og koma í veg fyrir að skortur á málakunnáttu og samfélagsþekkingu torveldi eðlileg samskipti.
Eins og kunnugt er erlendis frá valda rasistar oft blóðugum átökum,eignatjóni og hvers konar einelti við ýmsa minnihlutahópa af erlendum uppruna.Við þessu þarf að bregðast strax,við vitum að undir
krumar,það þarf litið til að tendra stórt bál.Ísl.stjórnvöld ættu samt sem áður
að takmarka skipulega fjölda innflytjenda,til að tryggja sem best lífsafkomu þeirra.
Góðu jafnvægi
Atvinnuheimildir til útlendinga verða að vera í góðu jafnvægi við þarfir atvinnuveganna og draga jafnframt úr spennu á vinnumarkaði.Offramboð erlends vinnuafl einkanlega í láglaunastörf er nú þegar farið að hafa áhrif til launalækkunar,stéttarfélög verða að vera vel meðvituð um þessa þróun.Hún hefur líka reynst mörgum V-Evrópuþjóðum dýrkeypt reynsla bæði er tekur til ólíkra menningaheima,sem erfitt er að samhæfa menningu og þjóðernislegum gildum.Þá hljótum við að skoða vel hvers konar fjölþjóðasamfélag við viljum búa við í framtíðinni.Þrú hundruð þúsunda þjóðfélag er viðkvæmt fyrir þúsundum erlendra innflytjenda árlega eins og verið hefur undanfarin ár.Dæmi um þessi áhrif má m.a.sjá í skýrslum
um afplánun erlendra fanga sem eru um 33% í ísl.fangelsum.
Kristján Péturssob,fyrrv.deildarstj.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.