Áhugavert og gaman að hlusta á Margréti Pálu og Eddu Karlsd.í Kastljósi .

Þessar ágætu og hæfileikaríku konur gera okkur áheyrendur bjartsýna.Þær hafa markað spor  hvor á sínu sviði í íslensku samfélagi,sem munu varðveitast langt inn í framtíðina.Þær efla andlegt frelsi og rýmka um leið stoðir lýðræðisins.Margrét Pála er frumkvöðull í leikskóla- og uppeldisfræðum,hún hefur markað ný viðhorf til þessa mála.Það er ekki aðeins að börnin séu hamingjusöm í leikskólum Hjallastefnunnar,foreldrar barnanna njóta þeirrar reynslu líka.Margrét Pála fær okkur til að hrífast með sér í háleitum hugsjónum og einingu tilverunnar,hún er sérstök kona,sem vill byggja upp menningalegt þjóðfélag.

Edda Karsdóttir er minna þekkt,en hefur í nokkur ár verið einn fremsti fjármálasérfræðingur þjóðarinnar.Þjóðin hlustar á spár hennar og hvers konar fjármálaskýringar,hún færir skýr rök fyrir máli sínu og framkoma hennar er trúverðug.Hún hefur starfað bæði  hjá KB banka og Landsbankanum við góðar orðstýr.Hún hefði fyllilega verðskuldað að vera Seðlabankastjóri,en sú staða er því miður frátekin fyrir uppgjafa pólitíkusa.

Kærar þakkir Margrét Pála og Edda fyrir frábæra kvöldstund í Kastljósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sammála um að þessar konur eru mjög áhugaverðir einstaklingar, hvor á sínu sviði, takk fyrir ábendinguna, best að reyna að finna þáttinn á netinu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.5.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband