Æskilegt að þjálfarar knattspyrnuliða hafi tak á tungu sinni -

Nú er það Guðjón Þórðarson um leik Keflav.og ÍA.Menn verða að bera virðingu fyrir íþróttinni og náttúrlega sjálfum sér.Hafi menn eitthvað út á dómarana að setja eiga menn að kvarta í kyrrþey eða kæra skriflega til réttra úrskurðaraðila.Ekki vera að blaðra út um víðan völl og afsaka getuleysi liðs síns með því að andstæðingurinn hafi haft rangt við eða dómarinn hafi verið hlédrægur.

Knattspyrnan er vinsælasta íþróttagrein veraldar.Innan sem utan vallar er alls konar lýður,sem skyggir á íþróttaleiki sökum ölvunar og óspekkta.Við Íslendingar höfum að mestu verið lausir við þenna ófögnuð og vonandi verður það svo um ókomna tíð.


mbl.is Ummæli Guðjóns til umfjöllunar hjá aganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þessi orð þín hefðu svo sem átt við ef að um hefði verið að ræða einn leik þar sem að viðkomandi dómari dæmdi einfaldlega illa. En það er ekki um það að ræða í þessu tilfelli. Viðkomandi dómari hefur dæmt beinlínis gegn skagamönnum í mörg herrans ár og ófá atvikin sem að mönnum finnst halla verulega á ÍA þegar hann hefur dæmt. Þar fyrir utan er ekki hefð fyrir því að draga í efa skýrslu og orð dómara og kærum félagsliða undantekningalaust stundið undir stól ef að svo má að orði komast. Ég leyfi mér hreinlega að segja að kröfurnar á dómara hér á landi er ólíðandi slakar.

Svo fatta ég ekki hvað þú ert að fara með seinni málsgreininni í færslunni. Talar um lýð sem að er með ólæti eða óspektir? Ertu að segja að Guðjón áhorfandi sem að var með ólæti á vellinum? Er nú ekki lágmark að lesa fréttina áður en að þú ferð að blogga um hana?

Jóhann Pétur Pétursson, 26.5.2008 kl. 19:21

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Lestu Jóhann  bloggið mitt.Lokasetning mín í greininni verður vart misskilin þar stendur:"Við Íslendingar höfum að mestu verið lausir við þennan ófögnuð og vonandi verður svo um ókomna framtíð."Vitanlega er í bloggi mínu átt við erlenda aðila og því hvorki átt við Guðjón eða aðra Íslendinga.

Lestu betur Jóhann minn,ég hef alla tíð fylgt ÍA og mun gera það áfram.

Kristján Pétursson, 26.5.2008 kl. 20:49

3 identicon

Guðjóni virðist með þessu takast að beina augum manna annað en að aðalatriðinu það er að liðið, sem er undir hans stjórn, er knattspyrnulega séð gjaldþrota. Virka bara stirðir og hugmyndasnauðir frammi. Þetta vill Í.A. borga fyrir og verði þeim af því. Að öðru leiti er ég fyllilega sammála þér, Kristján, málið á að fara í formlegan jarðveg, menn eiga ekki að froðufella í viðtölum, berandi fyrir sig óstaðfestar sögusagnir. Er ekki Notts County að leita að öðrum þjálfara aftur?

Gestur Páll Reynisson (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband