Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í verðabólgu ( 28% ) og vaxtamálum afar bágborin.

Einu úrræði ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu eru að styrkja krónuna,sem er þó aðeins um 5% veikari en hún ætti að vera.Meðan styrkleiki  krónunnar var frá 58 -65  gangvart dollar voru verðgildi á útflutningsvörum okkar í algjöru lágmarki. 5% styrking krónunnar gagnvart evru og dollar læknar sáralítið verðbólguna.Við myndum sjálfsagt lítið finna fyrir því í matarkörfunni okkar.Lækning verðbólgunnar byggist sáralítð á styrkingu krónunnar.Eitthvað mun aðkoma Seðlabankanna á hinum Norðurlöndunum og fjármunir ríkissjóðs við Seðlabanka Íslands styrkja stöðu krónunnar.

Það er löngu síðan komi tími til að spyrna við fótum áður en allt fer í óefni.Verðbólga s.l.þrjá mánuði er nú 28% og 12,3% á ársgrundvelli.Hvað haldið þið þingmenn,að höfuðstóll íbúðarlána hækki á hverjum mánuði við slíkar aðstæður og húsnæðisverð fer lækkandi ? 27 þúsund lántakendur eiga núna ekki fyrir skuldum og þeim fjölgar ört við núverandi aðstæður.Þetta fólk og margir fleiri beina  augum sínum til ríkisstjórnarinnar mánuð eftir mánuð í von um að heyra um einhverjar ráðsafanir í verðbólgu - og vaxtamálum.Þaðan berast engar fréttir,það er verið að vinna í þessu segir forsætisráðhr.en í reynd er ekkert sýnilegt verið að gera.Þeir una vel sínum hag með rúma miljón í mánaðarlaun.

Í viðræðuþætti Silfur Egils í gær kom berlega fram hversu hugmynda - og úrræðalausir formenn flokkanna eru í efnahagsmálum.Eru þessir menn í reynd aðeins að hugsa um eigin hagsmuni ? Svar mitt er já.Pólitískir vegvísar þeirra liggja beint heim til þeirra sjálfra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband