Rice kom hingað til Íslands í gærdag.Hún mótmælti ályktun alþingis Íslendinga varðandi meðferð fanga Bandaríkjshers í Guanttánamo.Taldi að við ættum að kynna okkur skýrslu frá Öryggis - Samvinnustofnun Evrópu þar að lútandi.Þá mótmælti hún einnig hvalveiðum okkar.Hópur þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram ályktunartillögu að hvalveiðum þar í landi verði hætt bæði vísinda - og atvinnuveiðum.
Íslendingar ættu að banna hvalveiðar af tveimur megin ástæðum.Enginn markaður er fyrir hvalkjöt erlendis lengur og mjög vaxandi hvalaskoðun er orðinn vænlegur atvinnuvegur víðsvegar kringum landið,sem skapar þúsundum Íslendinga atvinnu og miljarða tekjur.
Hvalveiðar eru eins og kunnugt er illa séðar af miljónum manna um víða veröld.Þær verkar afar sterkt á tilfinningalíf fólks,sem telur hvalina stærstu dýr veraldar vera tign hafanna, skynsöm og hæfileikarík dýr með sterka sköpun.Þegar ég var til sjós,sem var reyndar ekki lengi,fann ég sterka kennd með þessum tilkomumiklu dýrum.Hvalverkunarstöðin í Hvalfirði var ekki stoppistöð mín á ferðum þar framhjá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.