Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms.Jón fær þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hlutast til um útgáfu tilhæfulausra kredit reikninga frá Nordica.Embætti Ríkislögreglustjóra hefur borið veg og vanda af þessum lengstu réttarhöldum Íslandssögunnar.Um 4o ákæruatriði voru lögð til grundvallar í málinu,en aðeins dæmt fyrir eitt ákæruatriði.Sú þráhyggja ,sem viðhöfð var af embættinu m.a.með endurupptöku mála og hræra stöðugt í sömu grautarskál um árabil virtust helst grundvallast á persónulegum hatri og óvild gegn fjölsskyldu Jóhannesar í Bónus,fremur en lögformlegum rannsóknum og réttarhöldum.
Aðför Ríkislögreglustjóra að Baugi og upphaf þessa máls hefur stórskaðað íslenskt réttarfar.Þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir og reyndar fleiri fjölskyldumeðlimir og nokkrir af yfirmönnum fyrirtækisins hafa í meira en hálfan áratug orðið að búa við ósannar staðhæfingar og hvers konar gallaðar skilgreiningar á meintum sakargögnum.Oft virtist að verið væri að ranghverfa málum og blekkja fólk.Það virðist líka sem reynt hafi verið beinlínis að draga pólutískt myrkur yfir höfuð meintra sakborninga.
Sú mikla andlega þjáning og tilfinningastríð ,sem umræddar fjölskyldur hafa orðið að ganga í gegnum vegna þessa máls er ólýsanlegt.Þeir sem stóðu upphaflega að þessari aðför og nýttu sér aðgang að réttarkerfinu eru engin höfuðlaus sköpun,þau er illkynjað mein í þjóðfélaginu.Hvenær eða hvort þeir aðilar,sem stóðu að baki þessum málaferlum verði látnir gjalda verka sinna er óráðið.Eitt er þó víst að við uppskerum eins og við sáum.Það hefur rækilega sannast á verkum Ríkislögreglustjóra.
Athugasemdir
Margur maðurinn hygg ég að yrði að sæta því að segja af sér, valdur að tjóni sem næmi milljarði. Hvað þá ef tjónið næmi milljarðatugum eins og gæti hér verið í farvatninu.
En kannski er Ríkissaksóknari undanþeginn ábyrgð sinna gerða öfugt við dómþolana?
Árni Gunnarsson, 6.6.2008 kl. 18:22
Sæll sveitungi.Það er nú tímbært á þessum tímamótum í málinu að fá uppgefinn málskosnaðinn.Heyrði fyrir tveimur árum óstaðfestar upplýsingar um 700 - 1200 milj.Það ætti að láta ríkisendurskoðun í málið,hér er um opinbera stofnun að ræða, sem fellur undir þeirra starfssvið.
Kristján Pétursson, 6.6.2008 kl. 21:08
Ég er ekki að verja Gylfi neitt sukk.Málið er að umfang rannsóknarinnar var ekki í neinu samræmi við tilefnið.Það er einmitt það sem ég er að gangrýna.Gat reyndar aldrei skilið þá víðtæku húsleitarheimild sem Ríkislögreglustj.gangvart Baugi fékk miðað við frum kærugögn í málinu.Lestu málið,þá veit ég að þu verður mér sammála.Það virðist ekki hafa verið lögformlega staðið að gagnasöfnun í málinu.
Kristján Pétursson, 6.6.2008 kl. 22:06
Ólíklegt finnst mér að hliðstæður við umrætt sukk séu ekki til staðar í allmörgum fyrirtækjum, stórum sem smáum.
Hvenær fáum við opinbera rannsókn á sölu ÍAV sem ´Hæstiréttur er búinn að dæma að hafi verið ólögleg? Bar þar enginn ábyrgð af æðstu mönnum stjórnsýslunnar?
Hversu lengi höfum við þolað mannréttindabrot í stjórn fiskveiða?
Pólitískt valdir embættismenn hafa sett heiðarleikastimpil á sölu ríkisbanka þó virtir lögmenn hafi opinberlega talið að þar hafi verið afdráttarlaust gengið á svig við lög um sölu ríkiseigna.
Þegar verðsamráð olíufélaganna í áraraðir hafði gengið svo fram af öllum landslýð að ekki varð undan vikist því að setja af stað opinbera rannsókn, lauk því máli með hóflegum sektum á fyrirtækin!
Í því máli varð ýmsum hugsað til þess að stjórnarformaður eins af þessum olíufélögum var maki dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og síðan forseti Alþingis!
Ekki þótti ástæða til að gera veður út af slíkum smámunum á Íslandi.
Síðan hafa mörg undarleg mál á viðskiptasviði notið friðhelgi á sviðum lögreglurannsókna og má m.a. nefna sölu á dánarbúi varnarliðsins fyrir afar hóflegt verð.
Nokkuð af því sem hér hefur verið nefnt og gleymst að nefna hafa ýmsir telja sig geta rakið til ákveðins stjórnmálafls.
Mér finnst dómurinn yfir Jóni Ásgeiri harður og ósanngjarn. Ég hef fulla trú á því að ef um refsivert athæfi hafi verið að ræða þá sé hann fórnarlamb Baugs og hafi verið vélaður til brotanna. Rétt eins og Kristinn Björnsson var blásaklaus flæktur í þetta samráð af helv. olíufélaginu. En hann slapp þó við dóm!
En við skulum gæta hófs í öllu efni Kristján minn. Það er ekki fallegt að ganga nærri trúarlífi fólks.
Árni Gunnarsson, 6.6.2008 kl. 23:05
Góð upprifjun Árni.Það virðist vera nánast sama hvar maður ber niður illgesið vex alls staðar.Það hefur enginn lengur hemil á græðginni,sumir halda þó því fram að hún tortími sjálfti sér,en skaðinn sem hún veldur verði aldrei að fullu bættur.Okkur Íslendinga skortir samstöðu og einingaranda.við þurfum svo víða að spyrna við fótum.
Stjórnvöld eru sífellt að ranghverfa og blekkja fólk.Við stöndum sundraðir hver uppi í hárinu á öðrum.Það er spilað látlaust á þekkingarleysi fólks.
Kristján Pétursson, 6.6.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.