Góð yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar um dómsniðurstöðuna í Baugsmálinu.

Hún telur að umfang rannsóknarinnar og ákæranna,sem gefnar voru upphafalega væru ekki í neinu samræmi við tilefnið. Eins og kunnugt er voru ákæruatriðin í málinu 40 talsins,en aðeins ákært í einu þeirra .Þessi niðurstaða staðfestir,að umfang rannsóknarinnar var ekki í neinu samræmi við tilefnið eins og utanríkisráðhr.segir.Hún getur þess einnig í yfirlýsingu sinni að stjórnvöld ættu að draga lædóm af niðurstöðinni.

Þegar forsætisráðhr.var spurður sömu spurningar ,taldi hann ekki viðeigandi að svara spurningunni.Geir virðist lifa í núllinu,hann gefur ekki heldur upp neinar ráðstafanir né aðgerðaráætlanir ríkisstjórnarinnar í verðbólgu og vaxtamálum.Hann hefur líka verið í núllinu varðandi vandamál og átök flokksbræðra sinna í borgarstjórn.Þjóðin bíður enn eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar,en biðlund hennar varðandi aðgerðir í efnahagsmálum er senn á enda,verðtrygginar á höfuðstól íbúðarlána flæða nú yfir tugþúsundir heimila í landinu,sem skulda meira en eignarstaða þeirra.Núll staða forsætisráðhr.er sprungin.Stóra spurningin er hvort Samfylkingin ætlar að spyrna við fótum eða láta Sjálfstæðisfl.draga sig með sér niður í fallinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Sæll Benedikt.Þakka þér góð orð í minn garð.Það voru erfiðir tímar að reyna að vekja þjóðina til meðvitundar um þær miklu hættur sem fíkniefnaneysla hefði í för með sér. Maður reyndi þó að gera sitt besta.Nú getur maður róið á flest mið sem eftirlaunamaður.

Kristján Pétursson, 6.6.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband