Gengi krónunnar aldrei lægra - gengi dollars er nú 82.60 krónur.
19.6.2008 | 17:35
Krónan lækkaði um 3,4% í gær.Frá ríkisstjórninni heyrist ekkert,alltaf sama úrræðaleysið.Frá áramótum hefur gengið fallið um tæp 40%.Hvað þarf gengið að falla mikið til að fullvissa ríkisstjórnina um að krónan er ekki lengur nothæfur gjaldmiðill.Krónan er stærsti orsakavaldur verðbólgunnar,en "úrræði" ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans að styrkja krónuna koma ekki að neinu gagni.
Forsætisráðhr.nefndi þó í 17 júní ræðu sinni,að allir ættu að sýna ráðdeild og spara,engin úrræði nefndi hann að væru í undirbúningi hjá ríkisstjórninni.Þjóðin er búin að bíða í ár eftir aðgerðaráætlun stjórnarinnar,aðilar vinnumarkaðarins hafa reynt að opna dyrnar með vægum kröfum,en ekkert líf bærist innan veggja ríkisstjórnarinnar.
Tugir þúsunda heimila skulda meira en eignir þeirra standa fyrir,höfuðstóll af meðal húsnæðislánum hækkar á annað hundrað þúsund kr.á mánuði.Ríkisstjórnin nefnir ekki þessi fjárhagslegu vandamál heimilanna eins og henni komi þau ekkert við.Ég gerði mér ekki vonir um stórtækar aðgerðir íhaldsins,en að Samfylkingin þá loks hún komst í ´ríkisstjórn yrði sama lágkúran því hefði ég seint trúað.Ég vissi reyndar fyrir að mannshöfuð sumra er ekki aðeins þungt,það er líka lengi að skapast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Athugasemdir
Það er svo undarlegt að blogheimar hafa ekki áhuga á gengi krónunar, né nokkru sem viðkemur verðbólgu. En ef það er ísbjörn þá eru allir virkir. Ég kom með færslu fyrr í dag um efni tengt þessu, það hefur enginn sýnt færslunni áhuga. Ég veit ekki hvaða þjóðflokkur er að skrifa hér, en vinsælustu ritararnir eru að skrifa um; drauma sem þá dreymdi, hverju á að klæðast, grill eða ekki grill, veikindi. Það virðist engum koma þessi "króna" við eða aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
tatum, 19.6.2008 kl. 17:56
Þetta er hárrétt hjá þér.Ásstæðan er nokkuð augljós,almenningur hefur engan áhuga á stjórnmálum.Hinsvegar eru margir að skrifa um sína heimilishagi og það er sýnilega vinsælt lestrarefni.´Persónulega vil ég eiga mín einkamál fyrir mig og mína nánustu,vil ekki deila þeim með þjóðinni.
Það er hinsvegar slæmt að þjóðin skuli ekki vilja fylgjast með því sem er að gerast hjá löggjafar - og framkvæmdavaldinu,þ.e.stjórn þjóðarskútunnar.Almennur þekkingarskortur í efnahagsmálum er þjóðarmein.Alþingi er reyndar óvinsælasta ríkisstofnunin með 27% fylgi samk.skoðanakönnun á s.l.ári,það kann að valda áhugaleysi fólks á stjórnmálum.
Kristján Pétursson, 19.6.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.