Vanburða aðgerðir ríkisstjórnarinnar - vextir og verðbætur nú um 20%

Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa engin áhrif á vexti og verðbætur húsnæðislána.Hámarkslán fara úr 18 mil.í 20 mil.kr.og brunabótamat verður ekki lengur notað sem viðmiðun á lán.Lánin miðast nú við 80% kaupverðar húseignar.

Ég held, að ætti að gefa út allsherjar aðvörum til allra þeirra,sem hafa í hyggju að taka íbúðarlaán á þeim kjörum sem í boði eru.Okurvextir og verðbætur nálgast nú 20 %,sem þýðir í reynd aðeins eitt,að lántakendur lenda í skuldasúpu með höfuðstól lána,sem leiðir á skömmum tíma að eignir standa ekki undir skuldum.Nú er ekki hægt að treysta á að söluverð íbúða hækki  og mæti eins og áður var  hækkun höfuðstóls íbúðarllána.Ekki er ástand þeirra sem tóku erlend lán betri með dollarann á 82.60 krónur.

Um þetta grundvallaratriði fjallaði ríkisstjórnin ekkert um.Einu fyrirmælin sem þjóðin fær frá forsætisráðhr.er að spara.Hins vegar er ekki orð um að ríkisstjórnin gangi hægt um gleðinnar dyr,þar heldur áfram fjáraustrið.Nú þegar er orðið ljóst,að ríkisstjórnin getur ekki staðið við verðlags - og vísitölumarkmið sín við stéttarfélögin í landinu á næsta ári.Nú ættu þau að taka höndum og gera þær mótvægiskröfur,sem koma duga.Burt með krónuna,taka t.d.upp norska krónu og fá hingað erlenda banka til að skapa eðlilega samkeppni og eyða þeirri bankaógn samtryggingar,sem við búum nú við.þá kæmi sterklega til greina að setja hér upp einn ríkisbanka,einkabankarnir hafa nú þegar sýnt að þeir eru vanhæfir til að þjóna þjóðinni.Þar er enginn hemill á græðgi peninmgavaldsins.Þetta gæti orðið góður millileikur á meðan könnuð er aðkoma okkar að ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband