Ljósmæður segja upp störfum - vilja fá a.m.k sömu laun og hjúkrunarfræðingar.

Allar ljósmæður á fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa sagt upp störfum,nema tveir deildarstjórar.Þá hafa ljósmæður á Landsspítalanum og Akranesi einnig sagt upp störfum.Þær vilja fá a.m.k.sömu laun og hjúkrunarfræðingar, enda með tveggja ára lengra háskólanám.

Þetta eru sanngjarnar launakröfur hjá ljósmæðrum.Það er skömm að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki sjá sóma sinn í því að semja strax við þær.Þær eru settar í þá slæmu aðstöðu að reyna að ná fram kaupkröfum með uppsögnum.Heilbrigðismálaráðhr.á að leysa þessa deilu strax.Það eru tíðar launadeilur innan heilbrigðisgeirans,sem er afar slæmt.Það á að vera til staðar launa - og sáttnefnd,sem leysir svona ágreining,eins og víða er á hinum Norðurlöndunum.Svona deilur skapa öryggisleysi,sem eiga ekki að vera til staðar í heilbrigðismálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband