Taka endur unga í fóstur - Tvenn andarhjón skiptast á um að annast þá.

Á golfvellinum í Garðabæ eru nokkrar tjarnir,sem endur dvelja reglulega á,enda virðast þær fá þar nægja fæðu.Undanfarið hafa verið þar tvenn andahjón með ungana sína.Þær fara mikið yfir nýslegnar golfbrautir og eru mikið augnayndi okkar golfarana.

Það sem vekur mesta athygli mína er,að stundum er annað andaparið með alla ungana,sem eru 8 talsins.Það virkar á mann að ungarnir séu í pössun,á meðan hitt andaparið er alllangt frá að veiða í tjörnum.Ég hef reynt að fylgjast nokkuð með þessu háttarlagi andanna.Hef  nokkrum sinnum séð andapörin aðskilin með alla unganna á sömu tjörn.Þá fylgja 3 ungar öðru parinu en fimm hinu.Veiðibjallan fylgist vel með og hefur hugsanlega náð einhverjum ungum.Það sem vekur sérstaka athygli mína er hvað mófuglum hefur stórfækkað á golfvellinum.Ég tel fullvíst að veiðibjallan eigi þar stærstan hlut að máli.Hún var síflögrandi yfir svæðinu og steypti sér niður á völlinn til að ná sér í unga.Mófuglarnir hafa sýnilega fært sig til öruggari staða,þar sem þeir geta betur falið hreiður sín og unga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband