Kemur mál Paul Ramses frá Kenía undir Flóttamannasamning SÞ ?

Samk.2.tl.1.gr.Flóttamannasamningsins SÞ frá l951 sbr.viðkauka hans frá 1967,tels sá flóttamaður ,sem utan heimalands síns og af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur v/kynþáttar,trúarbragða,þjóðernis ,aðildar að sérstökum félagsmálaflokkum og eða stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki v/slíks ótta hverfa aftur til síns heimalands.

Ákvæði þetta var fellt inn í 1.mgr.44.gr.laga um útlendinga á Íslandi nr.96/2002.

Ég tel eins og ég hef reyndar áður sagt, að Paul Ramses fullnægi þeim lagaskilyrðum að fá efnislega málsmeðferð.Þá er barn þeirra hjóna fætt á Íslandi,sem styrkir réttarfarslega stöðu þeirra til dvalarleyfis á Íslandi.Má þar m.a.benda til Samnings Sameinuðuþjóðanna um réttindi barna nr.18 frá 2.nóvember 1992 og fjölda annara samninga þar að lútandi.

Frá siðferðis - og manngildis sjónarmiðum á að sameina fjölskylduna strax.Við eigum að sýna fólki kærleika í neyð og eyða þeim ótta,sem sundruð fjölskyldan á nú við að búa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta ákvæði er hundsað með þeim rökum að Paul Ramses sé ekki í neinni hættu í Kenía, því þar sé allt fallið í ljúfa löð eftir að Kibaki og Odinga ákváðu að vinna saman. Hver sem kynnir sér samfélgasástandið í Kenía og atburði síðustu ára hlýtur að draga það mat stórkostlega í efa.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Meira ruglið. Barnalög eru yfir allar þessar reglur hafnar nema að hann væri að gera einhver stórkostleg afbrot! Má ekki láta barnalög ráða eins og lögin segja til um? 

takk fyrir góðan pistil, og ég tek undir það að mannúð og kærleikssjónarmið eiga að stýra þessu máli.

Verst að hann kann ekki að tefla skák. þá  yrði sendur ríkisborgaréttur með einkaflugvél til hans.

þetta mál er einn eitt dæmið og sönnun þess að íslendingar eru bóksatflega ekki eins þroskaðir og gáfaðir sem þeir halda sjálfir.

Ramses má eiga minn Ríkisborgararétt ef það er hægt að koma því í kring...ég fæ ábyggilega hæli einhversstaðar.. 

Óskar Arnórsson, 13.7.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband