Seðlabankinn ræður engu um styrkingu krónunnar - það gera eigendur bréfanna.

Þetta er búið að vera ljóst allt frá því að krónan var sett á flot.Þessi örmynt varð að hafa eitthvað skjól, annars væri hún andvana fædd.Útrás bankanna og annara stórfyrirtækja gerðu Seðlabankann vanhæfan að gegna sínu hlutverki.Hann hefði þurft að vera með margfalt stærri varasjóð til að vernda krónuna,þetta vissu allir, sem höfðu einhverja þekkingu á fjármálum bankans.

Bankinn getur aldrei orðið sterkari,en stjórn hans.Þar situr úrræðalítill og þreyttur lögfræðingur  aðalbankastjóri,sem bíður og bíður eftir að krónan styrkist.Í æðandi verðbólgu öldum og okurlána starfsemi bankanna,þar sem gert er ráð fyrir innan tíðar a.m.k. þriðjungur fyrirtækja í landinu verði gjaldþrota og tugþúsundir heimila,þá eru ennþá alls engar aðgerðaráætlanir í gangi hjá forsætisráðhr.og Seðlabankastj.

Nánast öll stærstu samtök atvinnurekenda og stéttarfélaga í landinu eru búin að marglýsa andúð og vantrú sinni á stjórnleysi þessara manna og þá sérstaklega er lýtur að krónunni, okurlánunum og verðbólgunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband