Fjallagrös og blóðberg - rík af lækningaefnum og hollnustu.

Ég hef allt frá æsku tínt mikið af blóðbergi og fjallagrösum.Þessar jurtir eru auðfundnar allsstaðar á landinu og líka hér í nágreni höfuðborgarsvæðisins.

Blóðbergste er afar gott á bragið og líka má nota það við ýmsum kvillum.Fjallagrösin er einnig lækningalyf við magakvillum, hálseymslum o.fl.Þá er fjallagrasamjólk og grautur samk.margs skonar uppskriftum afar holl og bragðgóð fæða.

Ég þakka þessum heilsujurtum og alls konar græn - og grófmeti mikið mína góðu heilsu.Lýsinu má þó aldrei gleyma.Hreyfa sig daglega eða eins oft og unt er og láta ekki kulda og rigningu koma í veg fyrir það.Þá er golfið og skíðaiðkun gott innlegg inn í þennan heilsuræktarpakka.Hér eru engin ný sannindi um heilbrigt líferni,en gott að vera ávallt meðvitaður um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband