Saving Iceland mótmælendur skemma fyrir innlendum náttúruverndarsinnum.

Aðgerðir mótmælenda gegn virkjunum og álverum í formi ólögmætra aðgerða á vinnusvæðum  er ekki rétta leiðin að vernda náttúru landsins.Það verður alltaf best gert með yfirvegun og haldbærum rökum.Útifundir í Reykjavík væri miklu betri vettvangur til að boða mótaðgerðir gegn hvers konar virkjunum og orkufrekum iðnaði.

Ég tel mikinn meirihluta Íslendinga vilja vernda náttúruna,við þurfum enga hvatningu frá erlendum mótmælendum,en vissulega eru allir velkomnir að skoða okkar fallega land.Þeir sem hlekkja sig við tæki á virkunarsvæðum og fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar og  eru með kvikmyndatökufólk til að auglýsa sjálfan sig eru hvorki að bjarga landi og þjóð.Þessir mótmælendur ættu frekar að fara um landið og hrífast af fegurð náttúrunnar,tign fjalla og jökla.Það er verk okkar Íslendinga að vernda okkar eigið land og að því er unnið sem skipulögðum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband