Skuldir heimilanna orðnar 947 miljarðar króna.

Þetta þýðir að hver einast Íslendingur skuldar 3 miljónir.Spáð er 14% verðbólgu í ágúst.Hvenær metur ríkisstjórnin að neyðarástand ríki ? Á hverjum mánuði hækkar höfuðstóll húsnæðislána heimilanna um hundruð miljóna og eignarstaða  tugþúsundir heimila er komin í mínus og um 900 fyrirtæki í landinu munu verða gjaldþrota eða draga stórlega saman rekstur innan skamms tíma. 

Ennþá koma engar aðgerðaráætlanir frá ríkisstjórninni þó hún segi að verið sé að vinna að úrlausnum.Hvers konar feluleikur ríkir um þessar úrlausnir ? Eftir mínum bestu heimildum er ekkert að ske hjá ríkisstjórninni,hún bíður bara eftir að krónan styrkist og eldsneytið lækki,en hefur enga framtíðarsýn í efnahagsmálum..Hefði nokkur trúað því fyrir rúmu ári síðan,að þessi ríkisstjórn með yfir 60 % þingmanna að baki sér yrði jafn úrræða - og getulaus eins og raun ber vitni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þessi ríkisstjórn gerir bara akkúrat ekki neitt af viti og þegar vitið er takmarkað þá skeður ekkert.

Jakob Falur Kristinsson, 23.7.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Sæll Jakop.Það er kannski eins gott að ríkisstjórnin geri ekki neitt þegar þekking´á efnahagsmálum er er jafn ábótavant og raun ber vitni.

Kristján Pétursson, 23.7.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband