Endurteknar spynukeppnir ungmenna á Hringbrautinni i Reykjavík.
27.7.2008 | 20:56
Þær lýsingar sem borist hafa af þessum spyrnukeppnum eru afar hættulegar bæði vegfarendum sem ökumönnum.Eitthvað tjón hefur þegar hlotist af þessum aðgerðum og sjónarvottar telja,að litlu hefði mátt muna að hópur gangandi vegfarenda yrði fyrir bílunum nýverið þegar þeir lentu upp á gangbrautum og á leigubifr.
Ég hélt að lagalegar heimildir væru til að gera slík ökutæki upptæk og svifta ökumenn a.m.k 3 ár okuleyfi.Eigendur ökutækja ( foreldrar ) bera fulla ábyrgð á,að þau séu ekki notuð í ólögmætum tilgangi í spyrnukeppnum á götum og þjóðvegum landsins.Þá eru bifreiðar notaðar við dreifingu og sölu fíkniefna.Heimilt er að gera slík ökutæki upptæk, sé um að ræða alvarleg og víðtæk fíkniefnamál.
Ég ætla bara að vona að lögreglan hafi nægan mannafla til að hafa eftirlit með þessum spyrnukeppnum og beiti til hins ýtrasra þeim viðlögum sem lög heimila.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.