Enn eru Feministar að kvarta undan texta Baggalúts.
31.7.2008 | 13:04
Feministar telja að textinn sýni að nauðgarar séu hluti af hversdagsleikanum og þetta séu undarleg skilaboð og stangast á við kynfrelsi beggja kynja.
Þessu mótmæla Baggalútsmenn harðlega,enda fordæmi þeir öll kynlífsbrot í hvaða mynd sem er.Þó eitthvað kunni að halla á kvenfólk í þessum texta,sé engan veginn hægt að heimfæra það með þeim hætti sem feministar gera.
Texinn sem um er rætt er svona:
" Kengfullar kerlingar,kaffæra Herjólfsdal,
þrjá daga á ári,slíkt ber að nýta sér,
Því skaltu flýta þér,og reyna að góma grey,
meðan þær geta ekki synt á brott frá Heymaey."
Margur textinn hefur nú rist dýpra í þjóðarsálinni og karlmenn yfirleitt fengið fyllilega sinn skammt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var að grafa upp gamalt viðtal sem ég tók við Megas. Hernti því á bloggið. Ég fór að hlusta á hann aftur og þar eru nokkrir textar grófari en þetta. Annars er þetta frjálst þjóðfélag. Baggalútur má semja grófa texta og feministar mega kvarta. Gott mál.
Villi Asgeirsson, 31.7.2008 kl. 13:45
Því í ósköpunum kvarta þær ekki yfir sjálfum sér þessar drósi? Óþolandi. Með beztu kveðju.
Bumba, 2.8.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.