Verðtryggingar á að banna með lögum -þær leggjast á höfuðstólinn og eru óafturkræfar.

Verðtryggingar sem við búum við eru svo haganlega gerðar fyrir lánveitendur,að nánast allar verðhækkanir úti í heimi telja hérlendis.hvort heldur þær koma til út af olíuhækkunum eða matvælum erlendis frá.Verðbólguskotin koma á okkur úr öllum áttum.við eigum enga vörn né skjól hjá núverandi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hækkanir leggjast á höfuðstól lána og eru óafturkræfar sama hvað kann að gerast  í heiminum síðar á lánstímanum.Verðtryggingin er þannig úr garði gerð,að ef um verðhjöðnun yrði að ræða lækkar lánið ekki neitt.Það hlýtur að teljast eðlileg og lýðræðis krafa að fundin verði leið til að jafna  ábyrgðinni milli lánveitenda og lántaka.

Hvernig væri að ríkissjóður og bankar myndu taka á sig strax helming verðtryggingar á húsnæðismálum og verðtryggingin yrði að fullu afnumin innan tveggja ára.Slík aðgerð myndi veita lánveitendum sterkt aðhald og hjálpa jafnframt lántakendum að standa í skilum með sín lán.

Þóra Guðmundsdóttir skrifar ágæta grein um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband