Slæm upprifjun fyrir Davíð - Ótímabær birting fyrrv.Mogga ritstjóra.

Úr dagbókarfærslu Matthíasar Jóhannessen fyrrv.ritstjóra kemur fram,að Þáverandi forsætisráðhr.Davíð Oddsson hafið lengi velt því fyrir sér hver ætti að greiða lækniskosnað Guðrúnar Katrínar forsetafrúar í Bandaríkjunum.Öll þjóðin fylgdist með þessari hæfileikaríku, fallegu og ástsælu konu,sem var stolt sinnar þjóðar.Það var þjóðarsorg þegar hún lést um aldur fram.

Nú tíu árum eftir andlát hennar  fer Matthías að skýra frá viðtali Davíðs við Svavar Gestsson sendihr.um þessi viðkvæmu mál.Þessi frásögn um aðkomu Davíðs að þessu máli,lýsir afstöðu hans til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.Það er eins og hatrið valdi stundum alvarlegri bilun á sálargangverkinu og menn losni ekki úr myrkri persónuleikans.

Svona endurminningar Matthíasar um sinn besta vin Davíð geta varla komið honum vel.Þá eru þessi tímamörk um birtingu einkasamtala ekki í samræmi við þær hefðir, sem tíðkast hafa hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband