Sjálfstæðisfl.hefur allt frá 1950 reynt að gera landið að einu lögsagnarumdæmi

Fyrst var það í tíð Sigurjóns Sigurðssonar  lögreglustjóra í Reykjavík,að unnið var leynt að því undir forustu nokkra  Sjálfstæðisflokksmanna,að gera landið að einu lögsagnarumdæmi.Átti Sigurjón að verða lögreglustjórinn yfir öllu Íslandi.Mér var kunngt um þessar umræður og það skipulag sem átti að viðhafa til að ná þessu marki.Framsóknar - og Alþýðufl.stóðu eindregið gegn þessum áformum,þeir vildu halda völdum sýslumanna á landsvísu.Áform Sjálfstæðisfl.náðu því ekki fram,en ýms hrossakaup voru viðhöfð milli Framsóknar - og Sjáfstæðisfl.um skipan í æðstu embætti innan löggæslu og dómsmála áratugum saman.

Það má segja að næsta atrenna Sjálfstæðisfl.á þessum vettvangi hafi verið gerð með skipan Ríkislögreglustjóraembættisins,sem fer nú með æðstu skipan ýmissa sérsviða lögreglunnar,en hefur þó ekki beint boðsvald yfir lögreglustjórum,en getur fengið það samk.ráðherradómi.Unnið er stöðugt að fækkun lögsagnaumdæma og virðist það ætlun núverandi dómsmálaráðhr.eins og föður hans á sínum tíma að gera landið að einu lögsagnarumdæmi.Nú er það ríkislögreglustj.undir forustu dómsmálaráðhr.sem stendur fyrir þessari breytingu.

Að mínu mati má þetta ekki gerast,hér er höggvið að rótum lýðræðisins,að sami flokkur geti stjórnsýslulega ráðið ferðinni í löggæslumálum og ráðið jafnframt sína flokksmenn í allar helstu ábyrgðarstöður þ.m.Hæstarétt.Þessar aðgerðir Björns Bjarnasonar hafa gengið fljótt fyrir sig með fulltingi flokksbræðra sinna og Ríkislögreglustjóra.Sú andstaða sem lögreglustjórinn í  Reykjavík og á Suðurnesjum hafa sýnt gegn þessum yfirgangi  dómsmálaráðhr.er lofsverð .Þeir hafa bent á veigamiklar breytingar,sem gera þarf á skipulagi löggæslunnar einkanlega þó Ríkislögreglustjóraembættinu.til að ná fram virkari nýtingu og betri árangri hinna ýmsu starfsgreina lögreglunnar.Samfylkingin ásamt flokkum stjórnarandstöðunnar eiga að' fylkja liði með aðgerðaráætlun lögreglustjóranna Stefáns og Jóhanns að leiðarljósi og jafnfram að sett verði ný löggjöf um  starfsemi Ríkislögreglustjóraembættisins,sem hefur sexfaldast frá 1998  - 2005 á meðan hin almenna löggæsla hefur bara tvöfaldast frá 1997 - 2006 samkvæmt stjórnsýsluútekt  Ríkisendurskoðunar.

Það mikla stjórnskipulega vald sem dómsmálaráðhr.hefur nú á að takmarka og skilgreina  betur en nú er gert í lögum.Við erum herlaus þjóð og verðum því að leggja allt okkar traust á lögregluna ef upp koma stórfeld vandamál hér innanlands,sem flokkast undir innanríkismál.Þá situr okkar eina lögboðna yfirvald Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.í stjórnklefanum með völdu liði flokksbræðra sinna og stýrir aðgerðum.Slíkar stjórnunaraðgerðir hugnast okkur ekki,enda eiga þær litla sem enga samleið með lýðræðisríkjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband