Rippa saman kjaftinn á Seðlabankastjóra - Aðeins 10 % styðja hann.
28.10.2008 | 22:31
50 % hækkun á stýrivöxtum nú þegar heimilin og fyrirtækin eru að rústast er svo arfavitlaust við þær aðstæður,sem við búum við.Stóraukið atvinnuleysi kallar líka á fólksfótta úr landi.Sú leynd sem viðhöfð er af ríkisstjórninni gagnvart almenningi í landinu um aðgerðir, kallar líka á mikinn ótta og doða.Það er eins og dregið sé pólutískt myrkur yfir höfuð varnarlausra manna.
Fólið í landinu mun ekki liggja lengur hundflatt fyrir lýgi og hvers konar áróðri.Það verða að vísu alltaf til einhver heimsk trúfífl,sem trúa á forsætisráðhr.og Seðalabankastjóra.Mannshöfuð sumra er ekki aðeins þungt,það er líka lengi að skapast,við verðum að virða þeim það til vorkunnar.
Það er augljóst að Samfylkingin er að gefast upp á samstarfinu við Sjálfstæðisfl.því veldur m.a.ágreiningurinn um störf Seðlabankans, myntmálin og umsókn um aðild að ESB.Verst af öllu er að viðkomandi ráðhr.Sjálfstæðisfl.sem bera höfuðábyrgð á þeim afglöpum,sem leitt hafa þjóðina í þessa sjálfheldu ,skuli ekki biðja þjóðina afsökunar,heldur sína hroka og allskonar fíflhyggju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.