Enn berast ótíðindi frá bönkunum.50 miljarða lán yfirmanna Kaupþings afskráð..

Nú er komið í ljós að æðstu starfsmenn  Kaupþingsbanka fengu afskrifaðar persónulegar skuldir hjá bankanum um 50 miljarða rétt áður en hann var yfirtekinn af ríkinu.Ekki hefur tekist að ná sambandi við fyrrverandi bankastjóra bankans þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Fjármálaeftirlitið hafði ekki " heimilað "neinar slíkar afskriftir af skuldum starfsmanna hjá bankanum.Talið er líklegt að svipað hafi gerst hjá hinum bönkunum,en það verður staðfest á næstu dögum.Ef þetta reynist rétt er um að ræða stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar.Það er augljóst að Íslendingar verða að fá hóp erlendra sérfræðinga  á sviði fjársvikamála til að rannsaka málin til hlýtar.Hætt er við að þúsundir Íslendinga séu vanhæfir að koma að rannsóknum bankanna og því best að halda þeim utan heildar rannsóknar málsins.Verst er hvað dregist hefur að hefja rannsóknirnar,þær hefðu átt að hefjast um leið og bankarnir voru teknir yfir til ríkissins.Sú almenna spilling sem virðist hafa viðgengist í bönkunum bendir til þess,að hin opinbera stjórnsýsla sé meira eða minna tengd þeim fjársvikum, sem þar áttu sér stað.Rannsóknunum verður því að beina utan sem innan bankanna,sem gerir hana flóknari og tímafrekari.

Stöndum saman,stöndum saman sagði forsætisráðhr.við upphaf kreppunnar.Mín skoðun er sú að þjóðin eigi eftir að tvístrast og mikill ótti og hatur nái tökum á henni þegar hún sér hvernig allt var í pottinn búið.Hnignun á réttarfarlegu lýðræði hefur öllum verið augljós lengi, það hefur verið endalaust logið að þjóðinni og fréttir falsaðar eftir að auðhyggjan festi rætur og græðgin tók við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ef þessir aðilar vilja afskrifa skuldir sínar og afskrifa samfélagið og taka ekki þátt í samfélaginu þar sem allir standa skil á sínu er þá ekki næsti leikur að samfélagið afskrifi þessa einstaklinga?

Sigurður Sigurðsson, 6.11.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband