Fólk missir atvinnu og húsnæði -fer síðan úr landi í þúsundavís.
5.11.2008 | 22:03
Þetta er það versta sem getur komið fyrir eina þjóð,en var þó að mestu fyrirséð fyrir nokkrum mánuðum.Hvað gerði ríkisstjórnin ? Ég hef ekki séð neina aðgerðaáætlun af hennar hendi.Vextir hækka.verðbólgan og matvaran hækkar,reyndar eru öll efnahagsmál í rúst.
Verðtrygging lána fer þó verst með þjóðina af öllum slæmum verkum þessarar og fyrrverandi ríkisstjórna.Nú bætist atvinnuleysið við og þá fer fólkið í tugþúsundatali úr landi.Engin veit hvort eða hvenær það kemur aftur heim.Stjórnmálamenn blaðra um aðgerðir,en gera engar raunhæfar aðgerðir til úrbóta.Þekkingaskortur ,athafna - og skipulagsleysi ríkisstjórnar og alþingis virðist algjör.
Verðtryggingu húsnæðismála verður að afnems strax.Hækkanir á höfuðstól lánanna verður ríkisstjóður að taka yfir og gæti þannig orðið tímabundinn eigandi að íbúðunum,þar til verðbólgan verður komin niður í a.m.k.2 % .Á sama tíma verður að lækka vextina til samræmis við það sem gerist hjá ESB ríkjum.Stjórnvöld og reyndar þjóðin öll verður að berjast gegn atvinnuleysinu,ekkert er verra en missa fólkið úr landi.
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála. Án markvissra aðgerða til að verja stöðu almennra borgar verður landflótti óhjákvæmilegur. Verðtryggingarákvæðin er sjálfsagt að afnema. lífeyrissjóðirnir græða ekki á því að eignir fólks fari á uppboð, verðhrun og atgerfisflótta unga fólksins. Verðbólguna verða fjárfestar að þola þangað til komið verður stöðugleika á efnahagslífið.
Gísli Ingvarsson, 5.11.2008 kl. 22:27
Ég sé enga ástæðu til að ráðamenn sem ekkert gerðu þegar mest lá á, fari að gera eitthvað af viti héðan af.
Flutningar til útlanda er þegar byrjaður og barnafólk er það sem fer langverst út úr þessari vitleysu.
Svo er skaðin allur heldur ekki komin í ljós, og Ísland er búið að svifta bæði fjárræði og sjálfræði.
Þetta spái því að þetta sé miklu verra en það sem við vitum í dag....miklu miklu verra...Við erum bara búin að sjá toppinn á ísjakanum..
Óskar Arnórsson, 6.11.2008 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.