Hvar eru inneignir hundruð miljarða sparifjáreigenda ,sem ísl.bankar eru ábyrgir fyrir.
11.11.2008 | 21:33
Hafa ísl.bankar í Evrópu flutt hundruð miljarða kr.í skattaparadísir í Karabiska hafinu og víðar?Óupplýst er ennþá hvað varð af þessum peningum,en fullvíst má þó telja að stærstum hluta þeirra hafi verið komið undan til landa,sem m.a.taka að sér vörslu ólögmætra fjármuna,sem blandast oftar en ekki aðgerðum hvers konar alþjóðlegra glæpahringa.
Það á ekki að líðast,að þeir sem hafa komið umræddum fjármunum undan réttvísinni ,geri ekki strax grein fyrir hvar þeir eru niðurkomnir og skili þeim aftur til sparifjáreigenda.Það á náttúrlega að yfirheyra Þessa aðila,sem eiga hlut að máli og setja þá í farbann þangað til fyrir liggur staðfesting þeirra um meðferð á umræddu fé.
Ríkisstjórnin og önnur viðkomandi íslensk yfirvöld verða að sýna í verki,að þeir hafi í frammi lögformlegar aðgerðir og rannsóknir á þessum meintu brotum,svo ríkisstjórnum erlendra ríkja,sé fullkomlega ljóst,að Íslendingar ætli sér að upplýsa þessi mál innan - sem utanlands og láta þá sem reynast sekir svara til saka.Ríkisstjórnin og aðrir lögboðnir eftirlitsaðilar hefa dregið fæturnar í þessum málum og staðið afar illa að allri upplýsingaöflun er lýtur að meintum sakarefnum.Við erum í reynd að takast á við langstærstu fjársvikamál Íslandssögunnar,sem geta ráðið um langa framtíð hvernig þjóðinni mun vegna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.