Það er slæmur fyrirboði fyrir okkur Íslendinga að geta ekki sótt mál í Englandi til varnar hagsmunum ísl.banka þar í landi vegna inngripa ESB ríkja í málið.Okkur eru sett þau skilyrði af ESB að við eigum að ljúka deilumálum okkar við Breta, Hollendinga og Þjóðverja til að fá lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum .Málið eigi að leysa á pólutískum vettvangi,en ekki fyrir dómstólum.
Þetta er meira en nóg fyrir mig að verða andvígur inngöngu í ESB.Smáríki eins og Ísland verður að geta treyst á lýðræðis - og lögformlegt stjórnarfar.Þetta er afar slæm niðurstaða fyrir okkur Íslendinga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.