Lýðræðið er vinna - Andlegt fresli er grundvöllur fyrir menningarlegu þjóðfélagi.
19.11.2008 | 14:25
Nú þegar þjóðarskútan er strand verður okkur loks ljóst að rangar pólutískar skilgreiningar og vegvísar hafa opnað farveg fyrir taumlausa græðgi,sem er grundvölluð af blekkingum persónuleikans og sjálfslýginni.Pólutískt myrkur og blind rangsleitni hefur verið dregið yfir höfuð manna,sem reika um eins og heimsk trúfífl.
Þjóðin hefur að stærstum hluta gleymt því að lýðræðið er stöðug vinna til að efla sannleikann og frelsið.Það er eina leiðin til að verjast linnulausum áróðri og oki auðvaldsins.Við höfum orðið að sitja uppi með sömu ráðherra fjölda kjörtímabila,þó þeir að stærstum hluta svíki sín kosningaloforð og geri ýmsar óhæfur í þokkabót,sem stórlega hafa skert lífskjör okkar.Þá er Seðalabankastj.okkar dæmigerður fyrir þann lýðræðishalla, sem við búum við
Hnignun í réttarfarslegu lýðræði eru öllum augljós og þjóðin hefur fjötrað sig í auðhyggju,nautnagræðgi og hvers konar sálarlausu prjáli einkanlega s.l.tvo áratugi.
Nýríkir,stórríkir miljarðamæringar falla nú unnvörpum fyrir borð,frjálshyggja auðhyggjunnar dregur með sér þúsundir manna í fallinu,sem hafa misst húsnæði og atvinnu og leita nú aðvinnu erlendis.
Vonandi þarf ísl.þjóðin aldrei að upplifa annað eins ástand,en þá skulum við leggja rækt við lýðræðið og að fjársjóðir þjóðarinnar nýtist öllum landsmönnum.Hugsum skýrt og rökrétt og látum heilbrigða skynsemi vísa okkur veginn inn í framtíðina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.