Verðtrygging íbúðarlána verði strax afnumin - Fólk lifir í hvíldarlausum ótta,reiði og sorg.

Það sem mestu máli skiptir nú,er að missa ekki tugþúsundir Íslendinga til starfa erlendis.Atvinnuleysi , verðbólga,háir vextir,hátt matarverð, skuldir heimilanna og verðtryggingar lána eru megin ástæður fyrir fólksflotta úr landinu.Það er nánast allt á hvolfi,sem lýtur að rekstri heimilanna og fyrirtækja í landinu,en verðtrygging lána trjónir eftst á toppi þeirra alvarlegu meinsemda.sem nú herjar á innviði þjóðfálagsins.

Fólk lifir í hvíldarlausum ótta , doða og sorg.Aðgerðaráætlanir ríkisstjórnarinnar eru litlar sem engar til að hjálpa heimilum í landinu.Auðhyggja Sjálfstæðisfl.hefur rekið ósvífinn,hrokafullan blekkingaáróður í þjóðskipulagi kapitalisma.Þegar ábreiðunni hefur verið svift af og hinar innbyggðu fjárhagslegu meinsemdir koma í ljós verður þjóðin agndofa.Bankarnir hafa skilið eftir sig yfir 1000 miljarða skuldir í mörgum löndum,sem ísl.þjóðin verður að greiða með erlendum lántökum.

Engin opinber  lögreglurannsókn hefur enn farið fram þó komið sé á annan mánuð  síðan neyðarlög voru sett og bankarnir yfirteknir til ríkisins.Rannsóknin hefði strax átt að fara í gang samstímis og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankanna.Fullvíst má teljast að sú rannsókn,sem dómsmálaráðhr.ætlar nú að setja í gang komi að takmörkuðum notum,þar sem auðvelt hefur verið að koma meintum sakargögnum undan,enda starfa ennþá sömu menn  í bönkunum og áður var að undanteknum fyrrv,bankastjórum.

Allur sá hugsunasljóleiki,vanhæfni,trúgirni og beinlínis hálfvitaháttur,sem einkennt hafa alla viðkomandi aðila í þessum málum þ.e.Seðlabankann,Fjármálaeftirlitið og fyrrv.og núverandi ríkisstjórnir eru þess eðlis,að allir umræddir aðilar ættu að axla ábyrgð og segja af sér.

Við þurfum andlegt frelsi og menningalegt lýðræði til að byggja upp nýtt Ísland.og fyrirgirða auðvaldið og óréttlætið.Aldrei aftur má þjóðin standa í þessum sporum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef frestað verkefni sem hefði gefið mér mikið í aðra hönd, og ætlas að hjálpa flóttamönnum frá Íslandi.

Ég er í Svíþjóð með þá aðstoð.

Óskar Arnórsson, 26.11.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband