Það er mikilvægt að ráðamenn viðurkenni ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í þjóðafélaginu.Nú er hætta á að ólgan magnist og komi til alvarlegra átaka milli lögreglu og mótmælenda.Fólki finnst því ógnað af aðgeraleysi stjórnvalda,reiðin og sársaukin brýst út. Leynimakk og óljós eða jafnvel röng skilaboð ríkisstjórnarinnar virka sem olia á eld.Við höfum margsinnis orðið vitni að því,að stjórmálamenn segja eitt í dag og annað á morgun.
Það verður að sýna tilfinningum fólks fullan skilning ,mótlæti þess við hinum ýmsu vandamálum eru afar fjölbreytilegar,það missir atvinnu sína,húsnæði og verður að leita sér vinnu erlendis.Óttinn og reiðin rótfestist við þessar aðstæður,sem undanfarnar og núverandi ríkistjórnir bera fulla ábyrgð á.Viðurkenni ekki stjórnvöld ábyrgð sína og mistök verða þau hrakin frá völdum.Hvað viðtekur vitum við ekki,en ósamstæð stjórnarandstaða með afar illa skilgreindar aðgerðaráætlanir er ekki heldur fýsilegur kostur fyrir land og þjóð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef alltaf haft mikið álit á þér Kristján og ekki minkaði það við lestur þessa pistils..
Vil taka undir hvert orð
Kv
G
Gunnar Þór Ólafsson, 4.12.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.