Davíð heldur áfram að rasskella Geir og niðurlægja.

Nú skýrir Davíð frá því,að hann hafi aðvarað Geir í júní s.l.um að staða bankanna hafi verið  á núlli,en ríkisstjórnin hafi ekkert gert.Reyndar hafði Davíð sagt mánuði fyrr eða í mai,að staða bankanna vær í lagi.Nú vill Davíð koma allri sökinni á Geir af því hann er að undirbúa endurkomu sína að stjórmálum á ný.Hótar að vísu jafnframt,að ef hann verði látinn hætta sem Seðlabankastjóri verði hann að fá sér vinnu,enda maður á besta aldri og þá sé eðlilegt að hann fari aftur í stjórnmálin.

Davíð veit sem er af tuga ára stjórnmála samstarfi við Geir ,að hann getur ráðið ferðinni og látið Geir framfylgja sínum skoðunum.Þetta kemur berlega fram í mynt - og ESB  og ýmsum skipulagsmálum frjálshyggjunnar.Þetta hefur valdið ýmsum vandræðum í samstarfi Sjálfstæðisfl.við Samfylkinguna,sem vill ekki taka neina ábyrgð á verkum Davíðs í Seðlabankanum.

Svo gæti farið ef Geir heldur áfram stuðningi sínum við  Davíð sem Seðlabankastjóra ,að samstarfi núverandi stjórnarflokka ljúki fyrr en seinna,sennilega snemma vors.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frekur er og fáráður

í fjölmiðlana "skubbi"

siðblindur og sjálfhverfur

svörtulofta-lubbi

Alli (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband