Það er ljóst,að VG eiga litla sem enga samleið með öðrum flokkum að sækja um inngöngu í ESB og taka upp evru.Nú bendir allt til að Sjálfstæðisfl.og Framsóknarfl.munu samþykkja á sínum landsfundum í janúar aðild að ESB ef samkomulag næst um að Íslendingar hafi full yfirráð í sjávarútvegsmálum.Eins og kunnugt er hefur Samfylkingin samþykkt umsókn í bandalagið á þeim forsendum.
Það er því ljóst að VG munu róa einskipa í þessum málum á komandi árum og eiga því enga möguleika að komast í ríkisstjórn.Það vekur furðu mína hvað VG mælast í skoðunarkönnunum.Flokkurinn hefur afar fátæklega og einhliða stefnu í atvinnumálum byggða á auknum sprotafyrirtækjum í ferðamálum og smáum iðnfyrirtækjum.Gott sem það nær og skapar verulega atvinnu.Hins vegar verðum við líka að byggja upp orkufrekan iðnað (þó ekki meira af álverum,ljúka þó við álverið í Helguvík ) t.d.stóriðju í grænmetisframleiðslu, fullvinnslu í matvælaframleiðslu á fiskmeti,vatni o.fl.
Steingrímur Sigfússon er orðinn útspilaður.þyrfti að stíga til hliðar.Nokkrar konur í framlínu VG eru vel hæfar að taka við forustu í flokknum.
Athugasemdir
Hverjum dettur í í hug "samkomulag við ESB" nema vitleysingum! EKKERT ESB fyrir ísland! Allir stuðningsmenn ESB eru landráðamenn!..
Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.