Óskapa andstyggð hef ég á íslenskum stjórnmálum.
21.12.2008 | 14:48
Alltaf verða á vegi mínum fleiri og fleiri,sem eru að missa íbúðir sínar vegna verðtrygginga og okurvaxta.Hvernig má það vera að ríkisstjórnin standi aðgerðarlaus mánuðum saman meðan höfuðstóll meðalhárra íbúðarlána hækkar um 180 - 200 þúsund kr.á mánuði.Það er afar sárt að sjá sparifé unga fólksins loga upp í þessu verðtryggingabáli á 1 - 2 árum.
Er nokkuð veigameira til í þessu landi en að hjálpa heimilum unga fólksins,slá skjaldborg um framtíð þess og eyða óvissu, ótta og sorg.Það er ótrúlegt miskunarleysi samfara þekkingarskorti,sem einkennir mat stjórnvalda á fyrirgreiðslu forgangsmála.Þar er unga fólkið augljóst dæmi um.
Það er augljós tímabundin lausn í þessum málum,að afnema verðtryggingu lána strax, þar til verðbólgan verður komin í 2 - 4 %.Það verður líka strax að skipta krónunni út,íhaldið á þar stærsta sök á með Davíð í brúnni Seðlabankans og hinn úrræðalausa forsætisráðhr.,sem gegnir honum í einu og öllu.
Mikill fólksflótti úr landi er hafin og mun aukast stórlega eftir áramót.Þar er unga fólkið að langstærstum hluta.Hin hömlulausa peningagræðgi og stjórnleysi hefur dregið þjóðina niður í svaðið.Undanfarnar ríkisstjórnir hafa dyggilega stutt við þessa þróun.
Ég hef fengið óskapa andstyggð á íslenskum stjórnmálum þetta er eins og heimsk trúfífl,sem baktryggja sig hver hjá öðrum.Græðgin tortímir sjálfri sér,en verst er að þjóðin fylgir með í fallinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.