Gætu ekki tapað - Er um 100 miljarða umboðssvik eða fjárdrátt að ræða ?

Um er að ræða nokkra samninga upp á 100 miljarða ,sem gerðir voru við eigendahóp Kaupþings og félög á þeirra vegum.Samningarnir voru þess eðlis,að viðkomandi einstaklingar hafi ekki getað tapað á þeim.

Efnahagsdeild  Ríkislögreglustjóra hefur haft málið til skoðunar frá miðjum desember þegar þeim barst nafnlaus ábending um athæfið.Málinu hefur nú tímabundið verið afhent FME til athugunar til að kanna hvort rökstuddur grunur sé fyrir refsiverða háttsemi.Ég hélt nú reyndar að Efnahagsdeild Ríkislögreglustj.væri dómbær um,hvort hér væri um að ræða meint refsilagabrot.Ekki hefur komið fram að svonefnd skilanefnd Kaupþings hafi haft þetta mál til skoðunar.Furðuleg niðurstaða ef satt reynist.Skýrsla frá Price Waterhouse  Coopers um yfirlit bankans verður skilað inn 31.desember n.k.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband