Gleðilegt ár - Tilvísun í Rósarkrossregluna á Íslandi

Af angistinni fæðist lánleysið,en sá sem viðheldur voninni hjálpar sjálfum sér.Svo sem flýjandi strútfugl stingur hausnum í sandinn,en gleymir búk sínum,þannig gjörir óttinn hinn skelfda berskjaldaðann fyrir hættunni.

Óskhyggjan hlekkir hug hins heimska,en vitur maður eltir ekki mýrarljós óraunsæisins.

Lát dómgreindina vera lífsförunaut þinn og ger þér eigi vonir umfram skynsamlegar líkur,þá mun góður árangur fylgja viðleitni þinni,og beiskja vonbrigðanna mun eigi valda þér hjartasviða.

Lát samt ekki vonina tæla þig né óttann hræða þig frá því að gjöra rétt,þá munt þú ávallt viðbúinn að mæta óvæntum atvikum með hugarró.( tilvísun lýkur )

Þetta eru góðar skilgreiningar um ástríðurnar,sem við verðum stöðugt að meta hverju sinni.Nú fara í hönd hjá þjóðinni tímar,þar sem þolinmæði og hófsemi verða að sitja í fyrirrúmi.Þó reiðin rísi hátt verðum við að hemja hana,en láta hana samt veita virkan þrýsting gegn ranglátum aðgerðum stjórnvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband