Ríkisstjórn steingeld,sem telur sig enga ábyrgð bera á kreppunni.
12.1.2009 | 18:55
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru hærri en í öllum nágrannaríkljum Evrópu.Ástæðan er sögð vera sú að verðbólgan er mjög há (18%) og fer hækkandi,þrátt fyrir að efnahagslífið hafi umtalsvert dregist saman undanfarið hérlendis eins og í nágrannaríkjum og víðar.Framboð lána er sáralítið,svo fólk og fyrirtæki eru ekki að taka lán sem neinu nemur.
Hvað þarf eiginlega að gerast hér í efnahagsmálum til að stýrivextir lækki ?Væntanlega að skipta um mynt,lækka okurvexti og verðbólgu.Verðtryggingin er að eyðileggja allt efnahagslegt gangverk þjóðarinnar.Stjórnvöld hafa vitað lengi hvað veldur þessum efnahagsvanda ,en hafa látið nægja að snúast í kringum frjáls - og auðhyggjuna,þar til græðgin náði endanlega undirtökunum og allt efnahagskerfið sprakk.Hvað tekur við,höfum við lært nóg af mistökunum til að endurtaka þau ekki?Meðan enginn ráðherra né ríkisstjórnin í heild telur sig bera ábyrgð á hinni innlendu kreppu,þá er ekki að vænta efnahagslega umbóta og breytinga á sviði stjórsýslunnar.Ríkisstjórnin er í reynd steingeld með " kreppulækningar " ,sem að engu gagni koma.
Það er augljóst að gera þarf veigamiklar breytingar á öllu lýðræðisskipulagi þjóðfélagsins.Þar á ég við veigamiklar breytingar á sjálfri Stjórnarskránnni m.a.er viðkemur, sameignum þjóðarinnar. Þá verði ráherraskipun breytt þannig,að þeir gegni ekki samtímis störfum þingmanna.Við verðum að aðskilja að fullu löggjafar - og framkvæmdavaldið .Eins eru ýmis skonar innskot og valdsheimildir dómsvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu afar slæmar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.