Kreppan dýpkar og dýpkar - vextir hækka - skrúfað fyrir fjármagn - atvinnuleysi.

Ríkisstjórnin ætlar að spara sig út úr efnahagskreppunni,auka atvinnuleysi,gjaldþrot og landflótta.Við eigum hins vegar að auka fjármagn í umferð og vega þannig upp á móti áhrifum fjármálakreppunnar.Vextir verði lækkaðir og fjármagni dælt inn í hagkerfin eftir því sem kostur er til að koma sem flestum fyrirtækjum í fullan rekstur.Bolfiskveiðar verði auknar um 80 - 100 þúsund tonn,sem ríkið leigir aðalega til smábáta útgerða víðsvegar um landið.Álverið í Helguvík verði klárað,hámarksstærð þess verði mínkuð um þriðjung frá því sem nú er ráðgert.Ekki fleiri álver,en nú berast ýmst tilboð erlendis frá um uppbyggingu á alls konar iðnfyrirtækjum,sem þurfa litla orku.Þá verði grænmetisframleiðendum og bændum boðið sama orkuverð og meðalstór útflutningsfyrirtæki fái í framtíðinni.

Það verður að koma eins fljótt og auðið er böndum á verðbólguna,lækkun okurvaxta og verðtrygginguna.Ný mynt  strax myndi virka fljótast á verðbólguna,þjóðin getur ekki beðið eftir myntbreytingu  á inngöngu í ESB,hvað sem síðar verður.Best væri ef Ísland og Noregur hefðu fulla samvinnu um undirbúning að inngöngu í bandalagið.Við eigum líka samleið með Norðmönnum um varnar - og öryggismál á N - Atlandshafi.Við eigum ekki að semja um reglubundna viðveru annara ríkja hér á landi í varnarmálum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband