Geir hafnaði SF um að losa sig við Seðabankastjóra - Fast skot Ingibjargar dugði.

Eftir að viðskiptaráðhr.sagði af sér og Fjármálaeftirlitið,töldu flestir víst að forsætisráðhr.myndi sjá til þess,að Seðlabankastjóri myndi fá poka sinn ásamt öðrum yfirmönnum bankans og jafnvel fjármálaráðhr.einnig.Sú varð ekki raunin,þá skaut Ingibjörg föstu skoti á Geir.Hún vildi að Samfylkingin fengi forsætisráðhr.embættið fram að kosningum og tilnefndi Jóhönnu Sigurðard.til að gegna því.Þá gæti Jóhanna vikið seðlabankastj.frá og hafist jafnframt handa að vinna ýms þau störf,sem forsætisráðhr.hefur ekki haft manndóm til að gera.Þessu hafnaði Geir og þar með var stjórnin fallinn.

Nú eru nokkrar pólutískar leikfléttur í gangi.Fyrst má ætla að SF og VG með hlutleysi Framsóknar ræði saman.Þá muni Sjálfstæðisfl.ræða við Framsókn.Þjóðstjórn er þriðji valkosturinn,en ólíklegt er að Geir fá samþykki hinna flokkanna fyrir að sitja áfram sem forsætisráðhr.Utanþingsstjórn fram að alþingiskosningum 9. maí skipuð okkar færustu sérfræðingum ásamt erlendum aðstoðarmönnum á sviði efnahags - og bankamála væri að mínu viti besti valkosturinn.Slíkri stjórn væri einnig falið að gera tillögur um  Stjórnarskrárbreytingar og einnig á  kosningalögum o.fl.

Ég dáist af dugnaði og krafti Ingibjargar, hún ætlar sýnilega ekki að láta íhaldið loka sig inni í svínastíu eins og Framsókn gerði.Mikið veik heldur hún enn um stýrið,inn og út af spítölum,en kemur gallhörð til baka.Nú skulum við öll standa þétt að baki hennar,hún er öðrum fremri til að sigla þjóðarskútunni í  höfn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband