Er Framsóknarfl.að smeygja sér bakdyramegin inn til íhaldsins ?
30.1.2009 | 23:27
Ýmsar sögusagnir eru á kreiki um baktjaldamakk framsóknar við ýmsa forustumenn íhaldsins um samstarf.Svo langt hafa þessar umræður náð,að Framsóknarfl.hefur frestað að samþykkja tillögur VG og SF fram yfir helgi.Þetta sýnir eins og við mátti búast,að límið er ekki enn þornað milli Framsóknar og íhaldsins,þeir vilja ná fastatökum aftur á bönkunum.Núverandi formaður Framsóknarfl.vildi ekki taka þátt í umræðum VG og SF um stjórnarsáttmála,hann myndi skoða hann þegar hann væri tilbúinn væntanlega svo flokkur hans gæfist tækifæri að bera hann saman við tilboð frá íhaldinu,sem væri tilbúið eftir helgi.
Ef þetta reynist á rökum reist þá vitum við hvað er á milli eyrna nýja formannsins.Ef mér berast frekari upplýsingar læt ég vita.
Athugasemdir
Hvaðan ætli Sigmundur,þiggi ráðgjöf þessa dagana?Skyldi það vera frá stórfjöldskylduvini hans honum Finni Ingólfssyni,gæti það verið?
Númi (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.