Dorrit kemur með góðar hugmyndir að byggja upp atvinnulífið á Íslandi .

Dorrit forsetafrú vill leggja Íslandi lið með góðum hugmyndum um atvinnu - og verðmætaskapandi framkvæmdir,sem m.a.væru grundvallðar á náttúru auðlindum þjóðarinnar.Hér er m.a.um að ræða hvers konar  heilsulindir með tilheyrandi sérfræðiþjónustu,fjölbreytilegt heilsufæði,unnið úr hráefnum frá ómenguðum svæðum,alþjóðlegt  listmunasafn og fjölmargt fleira.

Þessar hugmyndir forsetafrúarinnar eru afar áhugaverðar,hún vill leggja Íslendingum lið og nýta sína miklu viðskiptaþekkingu okkur til handa.Hún er mikill Íslandsvinur og hefur ávallt sýnt þjóðinni mika vinsemd.Ferðir hennar um Ísland með forsetanum eru dæmigerðar um þessa innlegu vináttu til þjóðarinnar.

Við skulum vandlega skoða hennar hugmyndir,þær eru hvoru tveggja í senn áhugaverðar og gætu hæglega opnað okkur nýja vegvísa til verðmætasköpunar í  atvinnu og ferðamálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband