Það tók Björn Bjarnason fyrrv.dómsmálaráðhr. á fjórða mánuð að ýta úr vör sakamálarannsókn vegna meintra fjársvikabrota bankanna ofl.Frá því neyðarlögum var beitt og yfirtaka bankanna til ríkisins var framkvæmd, kom aðeins fjármálaeftirlitið að fyrstu aðgerðum gagnvart bönkunum.Ljóst var þó í upphafi og reyndar um langan tíma að erlend starfsemi bankanna gæti leitt til þjóðargjaldþrots.Um væri að ræði mjög umfangsmikil og víðtæk fjársvikamál,sem vörðuðu meint brot á hegningalögum,skattlagabrotum og jafnvel landráð.
Allir héldu að fljótt yrði brugðist við af lögreglu - og dómsyfirvöldum einnig yrði leitað til færustu erlenda sérfræðinga í rannsóknum á þessum vettvangi.Ekkert markvert gerðist,ríkissaksóknari vísaði málinu frá sér og ríkislögreglustj.aðhafðist nánast ekkert.Dómsmálaráðhr.velti málinu fyrir sér vikum og mánuðum saman og ákvað svo að flytja frumvarp á alþingi um að skipaður yrði sérstakur rannsóknardómari til að bera ábyrgð á framkvæmd mála.Athygli vakti að sýslumaðurinn á Akranesi var skipaður í starfið þrátt fyrir takmarkaða reynslu af rannsóknum umfangsmikilla sakamála.All langur tími leið þar til sýslumaður var loks tilbúinn að hefja störf og ráða sér samstafsmenn.Engar fréttir hafa borist frá honum ennþá um framgang mála.
Af hverju var ekki Ríkislögreglustjóraembættinu strax falin þessi rannsókn og embættið gæti fengið til liðs við sig hæfa rannsóknaraðila? Var dómsmálaráðhr.að vantreysta embættinu eða lágu aðrar ástæður til grundvallar ? Sá langi tími,sem liðinn er frá því neyðarlögin voru sett og rannsóknin hófst, hefur leitt af sér almennt vantraust gangvart viðkomandi stjórnvöldum,sem hafi m.a. leitt til undanskota gagna í stórum stíl.Dómsmálaráðhr.Birni Bjarnasyni ber skylda til að upplýsa þjóðina um hvaða ástæður ollu þessum langa undirbúningstíma fyrir rannsóknina.
Hafi stjórnmálamenn löggjafarþingsins ekki hreinan skjöld í þessum umfangsmiklu fjársvikamálum ber þeim að víkja. Þann þátt mála þarf einnig að grandskoða og velta við hverjum steini eins og fyrrv.forsætisráðhr.sagði þegar neyðarlögin komu til framkvæmda. Því miður hefur engum steini verið velt við ennþá og löggjafarþingið ætlar sýnilega ekki að eiga neitt frumkvæði í þeim efnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.