Sorglegar fréttir fyrir Samfylkinguna og reyndar alla þjóðina.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilkynnti í dag að hún væri hætt í stjórnmálum af heilsufarslegum ástæðum.Þetta eru afar slæmar fréttir fyrir Samfylkinguna,sem formaður hefur hún leitt flokkinn til forustu í íslenskum stjórnmálum.Hún hefur verið sterkur foringi,greind,heiðarleg,dug og kjarkmikil,það hefur virkilega gustað af henni.Nú þarf Samfylkingin að vanda vel foringjaefni í hennar stað.

Ég vona að henni líði vel og óska henni alls hins besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband