Traust milli þings og þjóðar aðeins 17% - hefur aldrei verið minna.
12.3.2009 | 18:02
Eftir samfellda 18 ára veru Sjálfstæðisfl.í ríkisstjórn hefur þjóðin misst alla tiltrú á frjálshyggju flokksins,sem hefur reyndar leitt til þjóðargjaldþrots eins og kunnugt er.Nú standa yfir umræður í þinginu um breytingar á sjálfri Stjórnarskránni.Enn og aftur reyna Sjálfstæðismenn að koma í veg fyrir veigamiklar breytingar þar á meðal Stjórnlagaþings og þjóðareignir á auðlindum o.fl.
Að sjálft löggjafarþingið skuli vera óvinsælasta stofnun þjóðarinnar er mjög alvarlegt gagnvart lýðræðinu.Mótmælafundir undanfarna mánuði hafa staðfest hyldýpi milli þings og þjóðar.Sjálfstæðisfl.hefur ekki tekist að þrýfa upp eftir sig eftir langa og samfellda setu í ríkisstjórn.
Nú eiga kjósendur að gefa íhaldinu langt frí ,þeir verða að endurskoða sína stefnuskrá.Flokksræði íhaldsins á afar litla samleið með lýðræðinu,auðhyggjan hefur setið í fyrirrúmi að þjónusta gæðinga - valdið.
Við þurfum andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp menningalegt þjóðfélag,það gerist ekki undir peningavaldi græðginnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.