Að henni er nú vegið úr launsátri liðsmanna Jóns Magnússonar o.fl.

Margrét Sverrisdóttir hefur allt frá stofnun Frjálslindafl.séð um að halda starfsemi flokksins gangandi og án hennar  væri flokkurinn skipulagslaust rekald.Þetta vita allir sem hafa komið að störfum fyrir flokkinn,hún er harðdugleg,skipulögð og áreiðanleg.Hún er mjög vel heima í flestum málum og er mjög góður málsvari  þeirra sem minna meiga sín í þjóðfélaginu.Hún gengur hart gegn hvers konar óréttlæti og sýndi m.a. í verki á sínum tíma ásamt föður sínum og Guðjóni í kvótasvindlinu hvers hún er megnug.Ég er þess fullviss að allir stjórnmálaflokkar myndu vilja hafa Margréti innan sinna raða hún er sterkur persónuleiki sem kjósendur treysta.

Eftir að Jón Magnússon kom með fámenna hjörð fylgismanna sinna (Nýtt afl) til samstarfs við Frjálslindafl. virðist honum hafa tekist að  umpóla flokknum og stylla  formanninum og þingmönnum hans  gegn Margréti og láta segja henni upp sem þingflokksform.Svo mikið fát og fum var við uppsögnina að rangur aðili undirritaði bréfið.Þessi uppákoma er með ólíkindum ekki síst þegar litið er til hagstæðrar niðurstöðu skoðannakannana nýverið.Væntanlega telur Jón að Margrét standi í vegi fyrir að hann komist í vænlegt framboð fyrir Frjálslindafl.i komandi kosningum.Meðgöngutími Jóns til þingsetu er orðinn afar langur og nú virðist ekkert duga minna en "aftaka Margrétar".Jón er áður þekktur af hliðstæðum vinnubrögðum s.b.r.uppákomu hans á sínum tíma gegn formanni Neytendasamtakanna Jóhannesi Gunnarssyni.Ég treysti forustu flokksins að losa sig við þessar óværur og kjósa Margréti formann flokksins og hún taki l.sæti á lista flokksins í Reykjavík suður.Sættir verða að takast innan flokksins og nýtt afl fái greiða útgöngu úr flokknum.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Magnússon hefur aldrei hugsað um annað en eigin hag.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.12.2006 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband