Á Hrafnaþingi ÍNN þyrlast fíflhyggja íhaldsins gegndarlaust yfir þjóðina.

Var að hlusta á viðtöl Ingva Hrafns við formann og framkvæmdastjóra LÍÚ.Það setur að manni þunglyndi að hlusta á þessa menn vegsema fiskveiðistjórnunarkerfið frá l984.Eins og flestir vita skuldar útgerðin nú yfir 500 miljarða.Sameign þjóðarinnar fiskurinn í sjónum hefur verið veðsettur fleiri ár fram í tíman og alls konar verðbréfaviðskipti banka og fleiri aðila tengjast útgerðafyrirtækjum.Þannig hafa hundruð miljarða kr.farið frá útgerðinni í hvers konar  óskilt gróðabrask.

Allir þekkja leigu og sölu stórútgerðamanna á kvóta á okurverði.Hundruð smábáta hafa verið leiguliðar þeirra allt frá 1991,þegar lögunum var breytt.Þá hefur fjöldi sjávarbyggða misst frá sér kvótann,sem leitt hefur til atvinnuleysis og gert húseignir verðlausar.Þetta veiðikerfi leiddi til mikils frákast á smáfiski,sem var kastað í sjóinn og skekkti jafnframt stórlega niðurstöður fiskifræðinga á heildarveiðimagni.

Framkvæmdastj.og stjórnarmenn LÍÚ og þingflokkar Sjálfstæðisfl.og framsóknar sem komu á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi hafa ekki haft neinn hemil á græðgi peningavaldsins.Fiskveiðistjórnunarkerfið frá l991 leiddi til stærsta eignaflutnings  Íslandssögunnar.Margir telja að þá hafi verið lagður fyrsti grunnurinn að þeirri græðgisvæðingu,sem nú hefur lagt efnahag þjóðarinnar í rúst.

Ingvi Hrafn,sem gerir magt gott með sinni sjónvarpsstöð ætti ekki að leggja þessum málum lið,það er slæmt innlegg fyrir hann sjálfan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband