Hugleiðingar um dómniðurstöður í kynferðisafbrotamálum.

Ég er einn þeirra mörgu sem hafa hugleitt hvernig dómarar ákvarða  refsingar fyrir kynferðislagabrot.Að hvað miklu leiti refsirammi hegningarlaga er lagður til grundvallar,lögreglurannsóknir,niðurstaða hæstaréttardóma og læknis- og sálfræðilegar niðurstöður rannsókna.Sjálfsagt eru allir framangreindir þættir vandlega yfirfarnir af dómurum.Eins og gefur að skilja eru þessi mál mjög viðkvæm og vandmeðfarin,ég ætla mér ekki að reyna að skilgreina það flókna samspil tilfinninga,ógnana og ótta sem þolendur verða fyrir.Hér ætla ég ekki heldur að fjalla um mál,þar sem óvissa er um saknæmi og skortur á sönnunargögnum  torveldar niðurstöður.Heldur þar sem játning afbrotamanna liggur fyrir þ.e.full lögsönnun atburðarása.

Manni virðast niðurstöður fjölda slíkra máli vera ekki í neinu samræmi við alvarleika brotanna.sem varða fyrst og síðast hinar hörmulegu afleiðinar þolenda.Þá skaða þessar dómniðurstöður stórlega trúverðugleika dómstólanna, sem bitnar á fleiri málaflokkum.Ég tel brýna nauðsyn á endurskoðun dóma í þessum  málaflokki og reyndar fleirum,það sýna líka opinber mótmæli nýverið.Hvernig væri að dómsmálaráðherra ætti frumkvæði að héraðs - og hæstaréttardómarar og lagaprófessorar háskólanna myndu koma saman og reyna að samræma betur en nú er dómniðurstöður.Ekki virðist þörf á lagabreytingum heldur framkvæmd laganna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband