Hækkun ríkisstjórnarinnar á eldsneyti og bifreiðagjöldum valda strax hækkun á neysluvísitölunni ,sem m.a.leiðir til hækkunar á verðtryggingu íbúðarlána og höfuðstóls.
Áður hafði ríkisstjórnin lýst aðgerðum sínum varðandi aðstoð við íbúðarlán.Þar lagði hún til,að heimila frystingu og lengja lánstíma,en lækkun á verðtryggingu lána kom ekki til greina.Það er stundum sagt að auðveldara sé að vera kjáni en vitmaður og það hefur sannast á aðgerðum undanfarinna ríkisstjórna.Allt frá því að bankarnir fóru í einkarekstur og krónan sett á flot hefur frjálshyggjan rótfest sig á flestum fjármálasviðum þjóðarinnar.Eftirlitsstofanir ríkisvaldsins voru meira og minna á valdi útrásar fyrirtækja,enda auðvaldið þá að breytast í hamlausa græðgi.Hnignun á réttarfarslegu lýðræði og ýms ótíðindi höfðu borist ,en enginn gerði neitt að hamla gegn þessari útrás.
Stjórnvöld fjötruðu sig í græðgi útrásarinnar,svo kom stóri hvellur og allt sprakk. Þjóðin er gjaldþrota,henni blæðir,yfir 30 þús.heimila (þriðjungur þjóðarinnar )á ekki fyrir skuldum og þeim fjölgar ört í þessu forheimska,ruglaða og siðspillta stjórnsýslukerfi.Undanfarnar þrjár ríkisstjórnir hafa allar staðið ráðlausar vegna samspillingar við meinta afbrotamenn útrásarinnar
Nú er komið að því að þjóðin stylli saman í eina breiðfylkingu öllu sínu afli og krefjist þjóðstjórnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.