Er Icesave skuldaviðurkenning eða lánasamningur ?

 Ef ríkissjóður stendur ekki í skilum vegna vanefnda á greiðslum lánsins virðast innheimtuaðilar geta krafist eignahalds á þjóðareignum til fullnustu greiðsna.

Þá vekur það líka furðu að virt alþjóðleg matsfyrirtæki skuli ekki vera búin að meta með lögformlegum hætti allar eignir Landsbankans erlendis og einnig hér innanlands.

Ég skora á alþingi að fella þennan alvitlausa og háskalega  samning,sem þjóðin gæti aldrei staðið  fjárhagslega undir skilmálum hans.Þetta Icesave mál á að fara dómstóla leiðina,allt annað er ranglát málsmeðferð,þar sem um er að tefla framtíð og velferð heillar þjóðar. Hver vill bera ábyrgð á slíkum landráðasamningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband