Ríkisstjórnin ætlar ekki að lækka skuldir heimilanna í landinu
5.8.2009 | 19:50
40 þúsundir heimilia eru skuldsett langt umfram eignir,sem eru rúmlega 35 % af þjóðinni.Samkvæmt yfirlýsingu félagsmálaráðhr.í kvöldfréttum hefur ríkisstjórnin enga áætlun um að lækka skuldir heimilanna.Ríkisstjórnin hafi enga fjármuni til þess segir ráðhr.skuldir verða áfram frystar og höfuðstóllinn heldur áfram að hækka.Þúsundir heimila fara í gjaldþrot og landflótti er skollinn á.
Þeð er augljóst að ríkisstjórnin hefur engin tök á þessum skuldamálum þjóðarinnar og gerir sér mjög takmarkaðar hugmyndir um afleiðingar þeirra. Niðurröðun forgangsmála gengur allt út á Icesave málið og bankana,meðan heimilunum í landinu blæðir út.Heimilin í landinu eiga alltaf að skipa fyrsta sæti ríkisstjórnarinnar þegar jafn alvarleg kreppa gengur yfir.Sjálfsagt hafa margir kosið Jóhönnu Sigurðard.í alþingiskosningunum í þeirri trú,að hún stæði föst fyrir þegar hagsmunir efnaminna fólks væri annars vegar.Því miður hefur hún ekki komið fram með neinar tillögur til að leysa efnahagsvanda þessa fólks.Sársaukinn og reiði fólksins sem hér á hlut að máli hafnar aðgerðarleysi hennar og Samfylkingunnar.
Ef allar lausnir Icesave málsins og aðrar skuldir þjóðarinnar upp á 2000 miljarða á að leysa með hækkun skatta og skulda þá ætti ríkisstjórnin að fara frá og utanþingsstjórn taki við.Það hafa reyndar allir aðilar fjórflokkanna fengið tækifæri að sýna ábyrga stjórnsýslu,en engum tekist.Framkvæmda - og löggjafarvaldið er samanofið í einn pakka,þannig getur lýðræðið aldrei sinnt sínu hlutverki.
Athugasemdir
Stjórnvöld hafa jú bent á að ef að farið yrði í niðurfærslur á skuldum jafnt á línuna þá lendi það í staðinn á öllum skattgreiðendum sem skattar. Margir í þeirri stöðu að ráða vel við skuldir sínar. Þannig að það væri gaman að vita hvernig þú sérð fyrir þér að svona almnenn skulda niðurfelling skuli fjármögnuð.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.8.2009 kl. 19:35
Ég hef aldrei rætt um niðurfærslur á skuldum jafnt á línuna.Ýmsar aðgerðir koma til greina.Þeir t.d. skulda umfram eignir þurfa sértækar aðgerðir á niðurfellingu skulda ,en þeir sem skulda 75 % eða minna af íbúðarverði fái breytilega aðstoð til að stöðva frekari skuldaukningu,sem fer eftir tekjum og heimilisaðstæðum.
Ríkissjóði ber að greiða slíka skuldaniðurfellingu ,enda verið ábyrgir ásamt bönkunum fyrir því ástandi sem nú ríkir.
Kristján Pétursson, 11.8.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.