Tillögur um úrlausnir á íbúðarlánum - skuldir heimilanna 1500 miljarðar.

 Lækka vexti ,afskrifa eins mikið og hægt er af skuldum og lækka þannig greiðslubyrgði heimilanna eru m.a. þau vandamál sem stjórnvöld standa andspænis í húsnæðismálum..Hinn stóri undirliggjandi vandi er verðtryggingin og hin handótnýta mynt,sem valda stærstum hluta verðbólgunnar.Frá 1. júlí 2007 til 1.sept.2009 hafa verðtryggð íbúðarlán hækkað um 35% - 40% ,en erlendu verðtryggðu gjaldeyrislánin um 75 - 100 % á sama tíma.    

Þetta sífellda tal fyrrv - og núverandi ríkisstjórnar um óskilgreinda greiðsluaðlögun er eins og óútfylltur víxill,það veit engin hver upphæðin er.Um 40 þúsund heimili skulda hærri upphæðir en eignastaða þeirra er og hundruð  heimila bætast við þann skuldalista á hverjum mánuði.

Ég tel að ætti að miða núverandi verðtryggingu íbúðarlána við júlí 2007,hafa hana óbreytta frá þeim tímamótum og lækka lánin sem því nemur.Verðtrygginin verði síðan afnumin að fullu í  tveimur áföngum fyrir 1.jan.2010.Best væri vegna verðtryggingarinnar,að lánveitendur keyptu allar skuldsettar íbúðir ,sem eru umfram greiðslugetu og veðrými eigna og leigðu þær  síðan  út til fyrri eiganda,sem hefði forgangskauparétt yfir ákveðið tímabil.Þetta gæti verið  þrátt fyrir allt hagkvæmasta leiðin út úr þessum ógöngum íbúðarlána.Tillagan er einföld í framkvæmd, auðskilin og laus við allar flóknar reikningskúnstir

Tillöga  Framsóknarfl.um 20% flatan niðurskurð  skulda er ekki ein og sér nothæf ,skapar of mikinn ójöfnun og aðstöðumun eftir fjárhæðum lántakenda.  Hugmyndir Samfylkingarinnar um að frysta og lengja skuldahala íbúðarlána a.m.k.  fimm ár,skilyrt væri að  greitt  hafi verið tilskilin afborgun og vextir  af lánunum þann tíma.Þessi hugmynd er óraunhæf,enda nýtur hún tæpast  meirihluta alþingis .Hugmyndir VG um að greiða lántakendum fasta upphæð og vinna að niðurfellingu verðtryggingar gæti verið raunhæf að vissu marki.

Allir stjórnmálafl.lofuðu tillögum í húsnæðismálum heimilanna fyrir kosningar,en enginn hefur komið fram með nothæfar tillögur ennþá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband