Verstu ótíðindi í sögu Morgunblaðsins - Lesendur flykkjast umvörpum frá blaðinu.

Oft hefur fíflhyggjan gengið fram af þjóðinni,en auðhyggju ásýndin aldrei verið augljósari en nú.Eitt er víst að Mogginn átti ekki þetta skilið,hann hefur yfirleitt þjónað sínu hlutverki vel.

Það setur að manni þunglyndi að upplifa svona ráðingu.Hvað næst?Segja upp Mogganum meðan Davíð Oddsson situr í sæti ritstjóra.Pólutískur vegvísir hans er öllum kunnugt,enda skorið sig djúpt í endurminningar þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver segir að MBL geti ekki sinnt sínu hlutverki áfram? var ekki fullreynt með það form á rekstri MBL sem hafði verið við lýði undanfarna mánuði? Eigendurnir sem settu í þetta peninga voru að tapa því fé. Það er dottið úr tísku að reka fyrirtæki með tapi. Það eru ekki lengur neinir til að taka tapið á sig.

Fólk á að gefa þessum breytingum tækifæri. Líklega verður það þó ekki gert. Ekkert frekar en þegar Samfylking lét það vera sitt fyrsta verk í nýrri ríkisstjórn að reka Davíð úr Seðlabankanum, í því augnamiði að lækka vexti og styrkja gengi krónu. Reyndar hefur nú gengið fallið um 25% síðan davíð fór, og vextir voru færðir í 13% í tíð Davíðs í Seðlabankanum (reyndar lét IMF færa þá upp aftur), en þeir eru núna í 12%. Það hefur orðið alger forsendubrestur á þessu hjá ríkisstjorninni, eins og reyndar öllum öðrum málum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.

joi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 00:04

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

joi bara að benda þér á að hversu furðuleg þessi ráðning er! Það að ráða mann sem hefur nú þegar orðið að beinum þátttakenda í þessum látum hér s.l. vor, er algjörlega án vafa vísbending um að þar með á að beita Mogganum í einhverja baráttu gegn þeirri stjórn sem tók við í vor og rak hann frá Seðlabankanum. Þetta fer ekki á milli mála. Og þarf ekki að gefa honum neitt tækifæri á að sýna sig. Það getur ekki veirð neitt annað sem vakir fyrir eigendunum. Því m.a. hefur hann ekki reynslu af ritstjórn og hefur heldur ekki legið á skoðunum sínum og vina sinna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.9.2009 kl. 14:20

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Magnús ég er sammála athugasemdum þínum um aðkomu Davíðs,sem ritstjóra Morgunblaðsins.Það á að nota blaðið miskunarlaust gegn núverandi ríkisstjórn.Þar verður ósönnum staðhæfingum og bágbornum röksemdaleiðslum beitt í anda Davíðs.Hann fellur vel að sefjasjúkri ímyndun kreppulækninga.Reyndar geta andstæðingar íhaldsins fagnað þessari ráðingu,hún á eftir að skilja eftir sig stór skörð í röðum Sjálfstæðisfl.

Svara ekki nafnlausum athugasemdum.

Kristján Pétursson, 25.9.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband